Færsluflokkur: Lífstíll
5.11.2012 | 09:30
Hvað er verið að verja?
Hvað er verið að verja með því að ganga ekki í samvinnu við önnur Evrópuríki?
Ég var voða montinn 1985 vegna þess að ég hafði keypt mér einbýlishús aðeins 21 árs gamall, sé það nú, að ég var ekki mikill peningamaður. Ég gat keypt húsið því að það hvíldi svo mikið af lánum á húsinu...mörg lífeyrislán en til að gera langa sögu stutta þá voru lán nýlega orðin verðtryggð og ég var húsnæðiseigandi næstu 25 árin eftir fyrstu kaupin og misti að lokum það síðasta.
Ég átti aldrey í raun í húsunum, það voru í raun fjármálaöflin.
Bróðir minn byggði sitt hús í kring um 1975, gerði allt sjálfur mjög duglegur síðan fengu þau íbúðasjóðslán þegar húsið var fokhelt og kláruðu það og ég man að þaug sögðu að þau fóru til sólarlanda fyrir afganginn af láninu, verðbólgan át síðan upp lánið og hafa þaug átt húsið skuldlaust síðan.
Þetta breitir sjálfsagt ekki mikið fyrir mig úr þessu, að ganga í ESB eða ekki en það gerir það fyrir börnin mín...
Þannig að ég spyr hvað erum við að verja með því að ganga ekki í ESB??
Við Íslendingar vorum svaka mikklar hetjur þegar við vorum í lanhelgisstríðinu um árið og þeir sem börðust voru sannar hetjur og bent hefur verið á að ef við göngum í ESB þá gerum við þeirra baráttu að engu? En hvernig hefur spilast úr síðan þá? Græðgis væðing fára hefur gert það að verkum að heilu byggðalögin eru komin í eyði vegna þess að fiskveiði kvóti hefur gengið kaupum og sölum á fárra manna hendur og síðan hafa kaupendur gert heiðursmannasamkomulag við fólkið í viðkomandi sveitarfélugum um að aflin fari í gegn þar áframm en svikið það. Nú er þessi kvóti á fárra höndum og allt stjórnast af græðgi.
Hvað erum við að verja?
Hús standa auð, Síðasta húsið mitt eða það sem ég var skráður fyrir hefur staðið autt í langan tíma og er í eigu íbúðalánasjóðs, ásamt fullt af öðrum húsum..af hverju? Jú það er verið að halda húsverði uppi vegna þess að það hvíla svo há lán á þeim, lán sem stökkbreyttust eftir hrunið...Það er allt rekið á gervi pening, gervi lánum það er verið að plata almenning og verið að reyna koma fólki í trú um að fasteigna sala sé á uppleið og húsverð fari hækkandi. Eigum við að trúa þessu eina ferðina enn.
Hvað erum við að verja ?
Ég fullyrði það að þeir sem eru að aketera fyrir því að við göngum ekki í ESB eru annað hvort svo rosalega stolltir Íslendingar að það skifti engu máli hvernig staðan er. Og mörg af okkar fólki hafi gengið ránshendi lölega eða að þeir hafa persónulega eitthvað að verja, og ég veit að flestir atvinnurekendur heilaþvo fólkið sem vinnur hjá því að ef að þau velja að ganga í ESB þá bíði þeirra bara vesældómur og volæði, vegna þess að þá geta atvinnurekendur ekki hagrætt sínum gjörðum að eigin vild, og kakan yrði jafnari skift....Það er líf utan Íslands líka og við getum verið hluti af því.
Hvað erum við að verja?
Ég var settur á svarta lista LT. Þegar lánin stökkbreittust gat ég ekki staðið í skilum og var settur á lista LT. Þar var ég heppinn en það þurfti einhver af hafa vit fyrir mér og held ég að ég hafi sjaldan verið eins heppinn og þegar ég var setur á þennan lista. En bíðum við þurfa ekki fleiri að vera á þessum lista? Þurfum við almenningur ekki að setja fjármálaöflin á svartan lista hjá okkur? Þeir fóru líka á hausin. Þaug voru líka í vanskilum. LíÚ er að hóta sjómönnum að þeir verði að taka meiri þátt í útgerðini annars hóti þeir verkbanni!!! Hafið þið heyrt annað eins? Sjómenn búnir að vera með lausa samninga í heilt ár og voru að hugsa um að far í verkfall..
Látum þá setja verkbann...Íslendingar það er nóg að vinna og gera um allan heim,,ég er að hrópa til ykkar,,ÞAÐ ER NÓG AÐ GERA UM ALLAN HEIM,,sjáum hvað útgerðargreifarnir endast lengi með sitt drasl bundið við bryggju. Græðgis væðingin að gleypa allt, þú getur ekki bæði hökkt og mokkt, sagð eldri vinur minn við mig þegar hann var að kenna mér að vinna og við vorum að moka skurð...ég ættlaði að gera skurðinn hratt og gleipa allt og það er það sem margir hafa verið og eru að gera gleipa, gleipa gleipa...þú getur ekki bæði hökkt og mokkt.
Hvað erum við að verja?
Kv.
Bloggsi
ESB kynnir framvinduskýrsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2011 | 12:18
Foræðishyggja/forsjárhyggja á Íslandi v/s Evrópusambandið
Ég tel mig heppin að geta séð hvernig hlutirnir ganga fyrir sig utan Íslands og að sama skapi óheppin að hafa ekki séð þetta fyrr en fyrir fáum árum.
Ég nefni nokkur dæmi:
1. Ég kaupi bíl og hús á Íslandi og allt í fína, svo skellur kreppan á og ég lendi í greiðsluvandræðum með bílinn og húsið...og hvað, jú ég er settur á LT (lánstraust) listan....ok. Ég hef verið í sama bankanum frá því ég var krakki eða um 34 ár eða frá því að ég fór með fermingapeningin í Sparisjóðin sem varð að Landsbanka og hef ég ekki verið í vanskilum við bankana...síðan bið ég um launa lán til að hreinsa upp yfirdrátt og kreditkortareikning sem ég hef oft fengið en launalánið sem ég var með var að verða uppgreitt...Nei Óli minn var svarið því miður en þú ert á lista LT og við getum ekki lánað þér(í raun ekki lán bara verið að taka til). Peningavöldin á Íslandi eru samþjöppuð og ef þú stendur þig við einn angan af þeim þá ert þú settur út í kuldan. Ég held að ég get fullirt að þetta er hvergi nema á Íslandi og mér finnst þetta vera mannréttindabrot. Síðan hef ég myndað mér viðskiftavild í útlöndum og þar verður maður bara að standa sig en maður getur ekki dregið vini og skildmenni nyður með sér og hér er ekki mafía peningavalda sem setur þig út í kuldan ef þú stendur þig ekki gagnvart einum þeirra.
2. Við hrunið minnka tekjurnar og skuldirnar fara upp úr þakinu og þá velur maður hver fær og hver fær ekki...einn að þeim sem varð út undan hjá mér var söfnunarsjóður lífeyrisjóða og hvað gerir hann...jú hann stefnir mér og ættlar að bjóða upp það sem eftir er hjá mér...hvað er lífeyris sjóður...ég hélt að hann væri fyrir mig þegar ég kemst á eftirlaun eða þarf á honum að halda af öðrum ástæðum...en þeir telja mér fyrir bestu að ég sé gerður algerlega eignarlaus.
3. Ég man eftir því að þegar ég var að gera upp útsvar við Keflavíkurbæ þá samdi ég við bæjaritara og það var ekki verið að vaxta greiðslurnar en nú ef þú lendir í vanskilum við bæ þá er draslið sent til einka fyrirtæki peningamannana sem rukkar þig með öllum hugsanlegum kostnaði og býður upp af þér draslið á eftir. Er ekki bærin okkar eða er hann peningamannana...þú færð gluggapóst með hótunum og ekki nóg með það, þau hringja í þig og segja þér hvað stendur í bréfinu ef þú segist vera hver þú ert, þegar þú svarar og þau segja þér hvað stóð í bréfinu þá leggst 2500kr við skuldina en þér er ekki sagt frá því.
4. Ég hef ekki sett mig inn kosti og galla þess að ganga í Evrópu en mér leiðist svolítið að sjá kvótakónga, kúlulánþega og peningastjórnunarfólk keyra á landcruserum og pajeroum og spíta yfir mig slyddudrulluni þegar ég staulast út í búð til að kaupa í grjónagrautin en þá hugsa ég hvað er ég að verja með því fara ekki í Evrópulifnað á Íslandi.
5. KV
6. Óli
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2011 | 17:34
Sterkasti maður Íslaendinga fyrr og síðar...
Ég sá á facebook síðunni minni fyrr í dag að tveir vinir mínir vitnuðu til sterkasta manns Íslandsögunar Reyni Örn Leósson...
Og þá var mér hugsað að fyrir um 4 árum sat ég til borðs með strákonum mínum og þeir voru að tala um sterka menn og ofurhetjur...Þá segi ég við þá
Strákar mínir vitið þið hvað,,að hér aðeins utar í götuni átti heima maður sem var svo sterkur að hann gat haldið á fullorðnum hesti, brotið grjót með berum höndum og einnig keðjur og handjárn og bætti við að ég hafi séð hann á sviði í Keflavík á 17.júní í kringum 1976 þar sem lögreglan handjárnaði hann fyrir aftan bak og ég sá hann með berum augum slíta sig úr þeim og ekki nóg með það þá hélt hann áframm og braut járnin í littla mola...
Seinna var honum rúllað ínn í keðjur og lása og læstur inn í traustasta fanga klefa landsins í þá daga og á ekki löngum tíma var hann kominn úr járnonum og var búin að brjótast út úr klefanum sem var með örmjóum glugga og skotheldu gleri...nú staldraði ég við í frásögnini og ég hugsaði með sjálfum mér,,Óli þú ert að ljúga;; gat þetta verið??
Ég fór að efast um minni mitt allt í einu. Ég fór beint til að googla þetta og sá að frásögn mín til drengjana var í engu íkt, á netinu er mikið magn til um afrek þessa manns sem var í raun bara alþíðumaður einstaklega sterkur og uppfinningamaður líka því að Reynir var atvinnubílstjóri á vörubíl og leigubíl og einhverju sinni breytti hann stýris gangi á vörubílnum sínum sem frammleiðandi nýtti sér áður en hann var búin að skrá patentið á sig.
Ef þetta er ekki saga sem væri þess virði að gefa út á prenti eða filmu þá veit ég ekki hver hún ætti að vera.
Leng lifi minning Reynis sterka
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ólafur Ólafsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar