Færsluflokkur: Ferðalög

Bangladesh 2008

Luxebourg 8. Október 2011
Var að lesa blogg færslu Bergljótar Gunnarsdóttur ,,Ferðin,, og var mér þá hugsað til þess tíma þegar ég var við vinnu í Dhaka í Bangladesh 2008.
Það var þetta með að það hefði verið sjónvarp í sumum hýbíla þeirra í Mongólíu (í greinini hennar Bergljótar)
Nema hvað sumarið 2008 þá fórum við vinnufélagarnir í bátsferð Í Dhaka og komum við í nokkrum smá þorpum með ánni, okkur var sums staðar boðið inn og þá er inn var komið, var oft allt í einu til tveimur herbergjum, rúm eldús og stofa og rak ég augun í lítið sjónvarp upp í hillu,,, furðaði ég mig á þessu vegna þess að mér vitandi þá var ekkert rafmagn í þorpinu!! Olíulampar til lýsingar og gas til upphitunar á mat, ég kunni ekki við að spyrja en kannski var það bara flott að hafa sjónvarp í stofuni/svefniherbergi/eldhús/þvottahús allt í einu rými.
Ég minnist þess einnig að það eru um 14 kílómetrar frá flugvellinum að hótelinu sem við bjuggum í (ég var við vinnu á flugvellinum) og stundum keyrðum við í gegnum hverfin ef traffík var á aðalveginum og þá fann maður mjög vel fátæktina, ekkert rafmagn, kerti og lampar voru lýsingarnar og fólk var í rökkrinu við vinnu við fótstignar saumavélar og þess háttar.
Síðan seinna um sumarið kom forseti Íslands í heimsókn, ég var ekki á staðnum þá en að sögn Jóa vinar míns sem þarna var, þá var þessi 14 km langa leið til hótelsins hreinsuð og rudd þannig að allt í einu var vegurinn sem hraðbraut og þegar Hr. Ólafur Ragnar ók um götuna þá var leiðin öll sömul prídd með íslenskum fánum og er ég ekki viss um að forseti vor hafi í raun skinjað hvernig fólk hafi það á þessum slóðum en þó tel ég nú að hann hafi séð í gegnum dulargerfi borgarinnar...
Í Octóber 2008 varð síðan bankahrunið, ég var staddur í Dhaka þegar Bretar ákváðu að setja á okkur hryðjuverkalög, sem þýddi að ég fékk ekki útborgað 3 mánuði...ég hafði lifað á kreditkortinu og borgað aftur fyrir mig í mörg ár og fyrir einhverja slembi lukku fór fyrirtækið sem ég vinn fyrir ekki á hausinn, þá var mér hugsað að maður hefði nú verið í aldeilis klípu ef þeir hefðu farið á hausin og allt frosið í bankakerfinu en það var fyrir velvild starfsmanna viðskiftabanka míns að mér var reddað á meðan ég fékk ekki borgað.
Smá raunveruleika sjokk það, en kannski hafði maður gott af því.
Kv
Óli

Tiblisi Georgiu...

Georgia TibilisEr staddur i Tibilis

Það er helst að frétta hér að Armennar eru að herða landamæraeftirlit í millum þeirra þ.e.a.s. Georgíu og Armenníu og að sjóræningjar frá Sómalíu hafa haldið sjómönnum héðan í haldi í heilt ár...síðan eru Georgíumenn að flytja inn meira hveiti en það virðist vera skortur... annars þá er bara gott veður hér og fólk að spóka sig um í sólini...

Georgia Tibilis 30aug11 038

Annars þá lýsir þessi mynd hvernig þetta er í hnotskurn Lödur, Volgur og Moskvithc vs. Bens, Hummer, og Limosínur...

Georgia Tibilis 30aug11 049Flottur ''Moskinn''Georgia Tibilis 30aug11 051Georgia Tibilis 30aug11 062Georgia Tibilis 30aug11 059Flug Háskóli í Georgíu...kv.Óli Ó

Um bloggið

Ólafur Ólafsson

Höfundur

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson
Íslendingur... bróðir Línu, Jóa og Palla...yngstur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Georgia Tibilis 30aug11 039
  • Georgia Tibilis 30aug11 059
  • Georgia Tibilis 30aug11 062
  • Georgia Tibilis 30aug11 051
  • Georgia Tibilis 30aug11 049

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband