3.11.2012 | 11:25
Hænsnabóndinn á Tjörn og fleira
2. Nóv 2012Mér hefur verið hugsað til hænsnbóndans Norður á bænum Tjörn við Hvammstanga. Af hverju...Jú ég las hvað almenningur hefur skrifað um málið undir grein um bóndan á DV.IS. Þar stendur fólk ýmist með bóndanum eða á móti...mér sýnist að skrifin skiftist þannig að þeir sem þekkja til bóndans standa með honum og öfugt þeir sem þekkja til unga fólksins sem hefur verið úthlutað jörðini standa með þeim auðvitað og þannig á móti bóndanum, og sumir gera mikið úr því að lögum og reglum skuli fylgja sama hvað en öll vitum við að þaug er hægt að túlka eins og við viljum að útkoman verði, það er að segja ef maður er sá sem hefur valdið. Einhver sagði ,,hann hefur aldrey borgað leigu,, hvað vitum við um það? Og hvernig er það á öðrum ríkisjörðum? En hvernig eignast einhver jörð eða lóð? Pabbi minn sagði mér að áður og fyrr hefði fólk eignast jörð ef þú vrst með skeppnur til að draga framm lífið, þá eignaðist þú og þin fjölskylda það land sem þú girtir af til ræktunar svo að þær skeppnur sem þú hístir lifðu af veturinn og síðan hefðu þeir bændur átt í sameign það land þar sem skeppnurnar væru settar á beit sem kallast afréttir eða óskifta eða eitthvað annað en ég hels að það séu fleiri orð um þetta. Síðan var það kirkjan en ég held að hún hafi bara eignað sér jarðir en hún var sjálfsagt valdameiri áður og fyrr. En mér finnst alltaf jafn skrítið hvernig fólk á jörð og mér finnst það bara asnalegt, sumir eiga jörð og geta í sumum tilfellum selt þær fyrir mjög mikin pening vegna þess að notagildið hefur breist mikið frá upphaflegum notendaþörfum, þá meina ég afi og amma eignast hana á forsendum þess að þaug voru að halda lífi í skeppnum og síðan seinna selur afa og ömmubarnið sömu jörð fyrir stjarfræðilega upphæðir því að á jörðini finnst heitt vatn eða hún liggur að borgarmörkum eða þar sem álver komi til með að rísa....Mjög skrítið...er þetta réttlátt? Er einhver sanngirni í þessu? Fólk segir bara já en þetta hefur alltaf verið svona....er það þá bara allt í lagi?Yfirleitt ef einhver skrifar svona langloku þá er ég löngu hættur að lesa og finn eitthvað styttra til að lesa, þannig ef þú ert en að lesa þá bara þakka ég athygglina.Ég þekki til frá littlu þorpi út á landi, þar voru margir bæir í röð þar sem hver bær var með sínar ræktuðu lóðir sem þeim tilheirðu og svo óskifta eða afréttir. Nú svo vantar kaupmann í þorpið og hann kaupir einn bæin, miðsvæðis. Hann setur upp versun og síðar fer hann í sveitarstórnapólitík. Verður oddviti sveitasjórnar. Þá hugsar hann með sér,,ég er ekki bóndi ég er kaupmaður,, ,,ég þarf ekki þessa óskiftu eða afréttir,, fer hann með plagg á sýsluskrifstofuna þar sem hann strikar á landakort hluta af óskiftuni sem hann telur að honum tilheyri. Hann fær það í gegn og í valdi sínu í sveitastjórnini lætur hann skipuleggja nýja þorpið inn í sínu landi og hefur fjölskylda þessa kaupmanns æ síðan rukkað og lifað á leigutekjum þeirra sem byggðu sér húsnæði í nýja þorpinu. Réttlátt? Eðlilegt?Ég stend með bóndanum á Tjörn, ég þekki hann ekki en góðum sögum fer af honum. Ég vona að hann fái að búa það áframm og stjórnvöld sjái að sér.Það er svo margt óréttlátt í þessum heimi, ég held það sé umhugsunarefni að ganga í lið með hinum Evrópulöndunum til að almenningur á Íslandi verði fyrir minni órétti svo sem verðtryggð lán, og kvótaeign fárra og jarða eign fárra, kvóti hefur verið keiftur af þeim stærri og heilu bæjirnir hverfa þó svo þeir lofi öðru...hverja erum við að verja með því að ganga ekki í lið með hinum í Evrópu en mér þykir leitt hvað vanst með landhelgistríði sé stefnt í voða en það eru breittir tímar ... svo eitthvað sé nefnt...Bloggsi
Verður auglýst með haustinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ólafsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.