Færsluflokkur: Bloggar

Bretar eru sjálfumglaðir upp til hópa...

Ég hætti að fylgjast með Enska boltanum þegar þeir settu á okkur hriðjuverkalög. Vona að ég eigi ekki erindi til Englands í frammtíðini, hef reyndar aldrey fundist velkomin þar.
mbl.is Hafa ráðist inn í 90% allra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef verktakar kvíða haustsins þá verða þeir bara að búa sig undir það versta og vona það besta...

Það á ekki að búa til verkefni fyrir gröfur og vörubíla bara af því að þeim vanti verkefni...það þarf að vera virkileg þörf fyrir verkefninu...Veturinn er yfirleitt dýrari tími til að standa í þannig verkefnum og er hreinlega ódýrara fyrir alla að borga fólki laun yfir veturinn við að gera eitthvað annað og bíða eftir summri komanda til að halda áframm verkefnum í jarðvinnu. Þetta eru staðreyndir punktur.
mbl.is Verktakar kvíða haustinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóttir mín kominn með nafnið sitt í þjóðskrá...:-)

Þá er hún Gweyna Trú Soliwoa Ólafsdóttir, dóttir mín komin með nafnið sitt samþykkt í Íslensku þjóðskránna...
mbl.is Jósebína og Trú á mannanafnaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt búið-Eignalaus

Ég tel mig heppin að geta séð hvernig hlutirnir ganga fyrir sig utan Íslands og að sama skapi óheppin að hafa ekki séð þetta fyrr en fyrir fáum árum.
Ég nefni nokkur dæmi:
1. Ég kaupi bíl og hús á Íslandi og allt í fína, svo skellur kreppan á og ég lendi í greiðsluvandræðum með bílinn og húsið...og hvað, jú ég er settur á LT (lánstraust) listan....ok. Ég hef verið í sama bankanum frá því ég var krakki eða um 34 ár eða frá því að ég fór með fermingapeningin í Sparisjóðin sem varð að Landsbanka og hef ég ekki verið í vanskilum við bankana...síðan bið ég um launa lán til að hreinsa upp yfirdrátt og kreditkortareikning sem ég hef oft fengið en launalánið sem ég var með var að verða uppgreitt...Nei Óli minn var svarið því miður en þú ert á lista LT og við getum ekki lánað þér(í raun ekki lán bara verið að taka til). Peningavöldin á Íslandi eru samþjöppuð og ef þú stendur þig við einn angan af þeim þá ert þú settur út í kuldan. Ég held að ég get fullirt að þetta er hvergi nema á Íslandi og mér finnst þetta vera mannréttindabrot. Síðan hef ég myndað mér viðskiftavild í útlöndum og þar verður maður bara að standa sig en maður getur ekki dregið vini og skildmenni nyður með sér og hér er ekki mafía peningavalda sem setur þig út í kuldan ef þú stendur þig ekki gagnvart einum þeirra.
2. Við hrunið minnka tekjurnar og skuldirnar fara upp úr þakinu og þá velur maður hver fær og hver fær ekki...einn að þeim sem varð út undan hjá mér var söfnunarsjóður lífeyrisjóða og hvað gerir hann...jú hann stefnir mér og ættlar að bjóða upp það sem eftir er hjá mér...hvað er lífeyris sjóður...ég hélt að hann væri fyrir mig þegar ég kemst á eftirlaun eða þarf á honum að halda af öðrum ástæðum...en þeir telja mér fyrir bestu að ég sé gerður algerlega eignarlaus.
3. Ég man eftir því að þegar ég var að gera upp útsvar við Keflavíkurbæ þá samdi ég við bæjaritara og það var ekki verið að vaxta greiðslurnar en nú ef þú lendir í vanskilum við bæ þá er draslið sent til einka fyrirtæki peningamannana sem rukkar þig með öllum hugsanlegum kostnaði og býður upp af þér draslið á eftir. Er ekki bærin okkar eða er hann peningamannana...þú færð gluggapóst með hótunum og ekki nóg með það, þau hringja í þig og segja þér hvað stendur í bréfinu ef þú segist vera hver þú ert, þegar þú svarar og þau segja þér hvað stóð í bréfinu þá leggst 2500kr við skuldina en þér er ekki sagt frá því.
4. Ég hef ekki sett mig inn kosti og galla þess að ganga í Evrópu en mér leiðist svolítið að sjá kvótakónga, kúlulánþega og peningastjórnunarfólk keyra á landcruserum og pajeroum og spíta yfir mig slyddudrulluni þegar ég staulast út í búð til að kaupa í grjónagrautin en þá hugsa ég hvað er ég að verja með því fara ekki í Evrópulifnað á Íslandi.
Ég horfði á Kiljuna í síðustu viku þar sem Jón Kalman Stefánsson var í viðtali við Egil, sem kom mér til að hugsa og skrifa um peningamennina.

Nýlegar vélar?

Boeing 737-400 er að minnsta kosti 20 ára, kannski eru það nýlegar vélar?? en miðað við hvað? Íslandsflug voru með svona vélar og það eru alla vega 5 ár síðan, þær eru, sem kallað er ´´classik´´ með öllum mælum í flugstjórnklefa analog...Iceland express eru með 737-700 sem eru new generation með glass cockpit.. mun meira modern.Smile
mbl.is Flugfélagið Wow Air með hátt í þúsund umsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott þegar tekið er eftir venjulegu fólki ...

Flott hjá borgarstjóra, gaman þegar duglegir venjulegir borgarar eru heiðraðir eftir vel unnin störf...''Ruslakarl ársisns er Óskar´´ nei þetta er flott...meira af þessu ..
mbl.is Hættur eftir 53 ár í sorpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonlausar löggur á Íslandi...

Halló, við erum á eyju...löggan er gjörsamlega vonlaus, ég held við getum verið án þeirra...
mbl.is Taldir hafa komist úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ólafsson

Höfundur

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson
Íslendingur... bróðir Línu, Jóa og Palla...yngstur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Georgia Tibilis 30aug11 039
  • Georgia Tibilis 30aug11 059
  • Georgia Tibilis 30aug11 062
  • Georgia Tibilis 30aug11 051
  • Georgia Tibilis 30aug11 049

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband